Saturday, August 13, 2005

Sma tilbreyting

Eins og dyggir lesendur sidunnar hafa tekid eftir og furdad sig a virdist Jon Bjarni vera sa eini okkar fjormenninganna sem fra nokkru hefur ad segja. Svo er ad sjalfsogdu ekki raunin. Ef einhver hefdi fylgst med hegdun okkar a netkaffihusum hingad til hefdi hann komist ad eftirfarandi nidurstodu um thad hvernig vid eydum tima okkar.

* Jon Bjarni bloggar eins og thessi sida synir glogglega.
* Undirritadur leitar ad gistingu i naestu borg sem vid hyggjumst a ad fara til.
* Grettir eydir ollum sinum tima i ad klaemast a oldum ljosvakans.
* Villi lika.

Med utsmognum haetti hefur Joni Bjarna thvi tekist ad blekkja alla tha sem lesa thessa sidu, fegrad sin afrek og gert litid ur hneykslismalum theim sem hafa hent hann, en thess i stad ausid skit og drullu yfir samferdamenn sina. Montpellier reyndist thegar allt kom til alls vera frabaer borg og ekvadorski objodurinn gerdi ekkert nema vikka sjondeildarhringinn i matarmenningu okkar. Vonandi er thvi ad i framtidinni eigi Jon Bjarni eftir ad thakka mer fyrir ad breyta ser ur ofagudum rafti i cosmosexual heimsborgara.

En ad odru. Med olikindum er hve lagir i loftinu ibuar i Sudur-Evropu eru. Hvert sem forinni er heitid gnaefum vid Villi og Grettir upp ur likt og Oliver i Puttalandi fordum daga. Jafnvel Jon Bjarni sem i gegnum tidina hefur matt thola ofa skot fyrir smaed sina litur ut likt og Johann risi vid hlid allra theirra Diegoa og Fabioa sem vid hofum hitt fyrir a ferd okkar. Halli og Laddi fellu betur inn i hopinn thegar their toku upp plotu sina med Strumpunum en vid gerum herna i Italiu, vid megum ekki stiga ut ur hotelherberginu her vid bakka Arno an thess ad starandi augu festist a ljosu hari voru og blaum augum. Um thverbak keyrdi tho i lestinni a leidinni fra Genf til hinnar gudsvoludu Milan borgar thegar ad ung stelpa, a ad giska fimm ara gomul, med augu a staerd vid undirskalar tok ekki augun af okkur alla ferdina (sem vardi i tapea thrja tima) og sagdi vid modur sina i grid og erg Ils yeux sont bleu (augun theirra eru bla). Vid erum thvi a sifelldu vardbergi, hver veit nema ad i naesta husasundi leynist italskur sirkusstjori sem eigi ser thann draum aedstan ad fanga og lata okkur vera adaladrattaraflid i vinsaelastu furdufuglasyningu sunnan Alpafjalla...